Strákadót.is hefur verið starfrækt síðan á haustmánuðum 2010. Markmið Strákadót.is er flytja inn spennandi vörur og bjóða þær á eins hagstæðu verði og kostur er. Það markmið næst með hóflegri álagningu og lagerstjórnun. Eins er haft að markmiði að gæði varanna sé eins og best verður á kosið og mikið lagt upp úr þjónustu við viðskiptavini.

Strákadót.is er í samstarfi við nokkra endursöluaðila um land allt en þar fást ýmsar vörutegundir frá netversluninni. Þó mismunandi eftir endursöluaðilum. Þar er hægt að skoða og prófa vörurnar og verðið þar er það sama eða svipað og í netversluninni. Lýsingar á hlutum og verð eru birt með fyrirvara um mistök og ófyrirséðar breytingar en leitast er við að hafa upplýsingar á síðunni eins réttar og kostur er. Vinsamlegar ábendingar um mistök eða eitthvað sem betur mætti fara eru vel þegnar.

Það er von okkar að þú hafir ánægju af því að skoða síðuna og vonandi hefurðu áhuga á því sem í boði er og sjáir þér hag í að versla við okkur.

Með góðri kveðju.