NETVERSLUN STRÁKADÓTS – FLUTNINGSMÁL, ÁBYRGÐ OG ÖRYGGI Við bjóðum viðskiptavinum að greiða netpantanir með kreditkorti, Netgíró, Pei eða millifærslu. Öryggi er lykilatriði í netviðskiptum svo kreditkortagreiðslur fara fram i gegnum öryggisvottaða greiðslugátt hjá Pei. AFHENDING VÖRU OG BURÐARGJÖLD Að öllu jöfnu eru pantanir afgreiddar á pósthús daginn eftir að greiðsla berst. Sé vara ekki til á lager mun starfsmaður hafa samband strax og bjóða að varan sé sett í biðpöntun eða pöntunin sé felld niður að hluta til eða í heilu lagi. Allar pantanir eru sendar með Íslandspósti skv. þeirra afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálum, nema viðskiptavinur semji um annað. Strákadót.is tekur ekki ábyrgð á flutningstjóni af völdum flutningsaðila. Ef pöntun fer yfir kr. 7.500.- (ein vara eða margar) býðst frír flutningur að pósthúsi. Ef pöntun er undir kr. 7.500.- þá greiðir viðskiptavinur fyrir flutninginn nema annað sé tilgreint á síðunni eða við lýsingu á vörunni. Viðskiptavinir greiða burðargjöld skv. gildandi verðskrá Póstsins hverju sinni. Margar vörur hjá Strákadót.is eru einnig til sölu hjá endursöluaðilum víða um land. Leitast er að hafa verðin þar þau sömu eða svipuð og í vefverslun Strákadót.is. SKILAFRESTUR OG ENDURGREIÐSLURÉTTUR Við bjóðum 20 daga skilarétt að því tilskildu að vöru sé skilað í góðu lagi í heilum, upprunalegum og söluhæfum umbúðum. Ef vara er sérstaklega innsigluð þá verður það að vera órofið. Kaupkvittun þarf að fylgja með, eða afrit kvittunar. Að því uppfylltu þá endurgreiðum við vörur að fullu. Flutningsgjöld eru ekki endurgreidd nema vegna galla, afgreiðslumistaka eða villandi vörulýsingar. VERÐ OG BIRGÐASTAÐA Í VEFVERSLUN STRÁKADÓTSINS Verð á vef Strákadótsins eru með VSK. Verð geta breyst án fyrirvara og gerður er fyrirvari á mistökum við skráningu í netverslun. GREIÐSLUR VEGNA NETPANTANA
  • Strákadót slf
  • 450417-0250
  • Banki 0133-26-013889
Vinsamlegast sendið okkur greiðslukvittanir á netfangið: strakadot@gmail.com TRÚNAÐUR Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem kaupandi gefur upp og verða þær ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. ÁBYRGÐARSKILMÁLAR Ábyrgðartími raftækja er 2 ár til einstaklinga og 1 ár til fyrirtækja samkvæmt neytendalögum og lögum um lausafjárkaup. Ábyrgð er háð framvísun kaupnótu eða annarri sönnun fyrir viðskiptunum. Ábyrgð nær ekki til eðlilegs slits á t.d. endurhlaðanlegum rafhlöðum sem hafa að jafnaði skemmri líftíma en 2 ár. Við veitum eins árs ábyrgð á öllum rafhlöðum. Högg og rakaskemmdir fella niður verksmiðjuábyrgð og hið sama á við um ranga notkun. Við áskiljum okkur rétt til að fara með skilavöru til skoðunar á verkstæði fyrir endurgreiðslu eða útskipti. Ábyrgðarmál vegna smávöru eru í langflestum tilfellum afgreidd samstundis. Ef upp koma álitamál um t.d. endingartíma á vöru þótt ábyrgð sé útrunnin þá má alltaf ræða saman og finna farsæla lausn. Við reynum alltaf að koma til móts við okkar viðskiptavini. ALMENNAR UPPLÝSINGAR:
  • Strákadót slf / Sveinn Ægir Árnason
  • 450417-0250
  • Sími 894-2926